Veður geti haft mikil áhrif á gigtarsjúklinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. september 2019 07:00 Haustlægðirnar gætu haft áhrif á gigtarsjúklinga. Fréttablaðið/Anton Brink Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira