Trúir á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrir henni Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2019 10:30 Lilja Alfreð byrjar alla daga á því að fara út að skokka. „Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana. Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira
„Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana.
Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira