Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 10:43 Landfyllingin í Laugarnestanga. Vísir/Frikki Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli. Reykjavík Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira