Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 10:43 Landfyllingin í Laugarnestanga. Vísir/Frikki Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli. Reykjavík Skipulag Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira