Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 10:43 Landfyllingin í Laugarnestanga. Vísir/Frikki Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli. Reykjavík Skipulag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira