Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:45 Dýpkunarskip í Landeyjahöfn. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira