Frans páfi ávarpaði fund sem Bjarni Benediktsson sótti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2019 14:57 Frans páfi heilsaði upp á fjármála-og efnahagsráðherra Íslands í Vatíkaninu í dag. Stjórnarráð Íslands Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“ Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“
Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira