Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2019 23:45 Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15