Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 17:12 Þær Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóra Eflingar og Elín Hanna Kjartansdóttir bókari harma málflutning forystu Eflingar gegn sér. Viðar Þorsteinsson framkæmdastjóri Eflingar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að kröfur frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið sé fram á digra og framlengda starfslokasamninga hafi verið hafnað enda eigi þær sér ekki stoð. Þá kom fram að fjármálastjórinn færi fram á starfslokasamning sem jafngildi um 40-50 milljónum króna að minnsta kosti. Loks kom fram að háttsettir stjórnendur félagsins hefðu verið handgengnir fyrri forystu félagsins. Fjármálastjóri Eflingar og bókari fóru í veikindafrí síðasta haust og leituðu í kjölfarið til hæstaréttarlögmanns þar sem starfsmennirnir töldu að brotið hefði verið á sér. Þær hafa nú sent frá sér yfirlýsingar vegna opinberra ummæla Viðars Þorsteinssonar um sín mál í viðtali Stöðvar 2 sem birtist í heild sinni á Vísi í gær.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri segir í sinni yfirlýsingu að Viðar hafi neitt sig í veikindaleyfi og reynt að bola sér úr starfi. Hann saki fyrri forystumenn Eflingar um spillingu sem séu ósannindi. Í yfirlýsingunni kemur fram að þar gleymi Viðar vísvitandi að það hafi verið athugasemdir Kristjönu og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Staðreyndin sé sú að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi aldrei ljá máls á neinum samningum við starfsmenn. Tugmilljónakröfur sem þau segi að hafi komið fram frá starfsmönnum sé ekkert annað en áróður. Dapurlegt sé að stéttarfélagið Efling bjóði það eitt og sér fram í fjölmiðlum að reka starfsmenn í dýr og tímafrek málaferli. Forysta Eflingar hagi sér þannig eins og verstu skúrkar í atvinnurekenda stétt. Viðar og Sólveig fari með ósannindi um mál starfsmanna. Í Yfirlýsingu Elínar Hönnu Kjartansdóttur bókara Eflingar harmar hún málflutning og ásakanir Viðars Þorsteinssonar. Veikindi sín séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Hún lýsir furðu sinni á þeim ummælum framkvæmdastjórans að verið sé að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem séu langt umfram réttindi. Hún segist ekki eiga nógu sterk orð yfir það virðingarleysi sem formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafi sýnt starfsmönnum og félagsmönnum Eflingar með málflutningi sínum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingar þeirra í heild sinni. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga. 21. september 2019 19:30 Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45 Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Viðar Þorsteinsson framkæmdastjóri Eflingar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að kröfur frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið sé fram á digra og framlengda starfslokasamninga hafi verið hafnað enda eigi þær sér ekki stoð. Þá kom fram að fjármálastjórinn færi fram á starfslokasamning sem jafngildi um 40-50 milljónum króna að minnsta kosti. Loks kom fram að háttsettir stjórnendur félagsins hefðu verið handgengnir fyrri forystu félagsins. Fjármálastjóri Eflingar og bókari fóru í veikindafrí síðasta haust og leituðu í kjölfarið til hæstaréttarlögmanns þar sem starfsmennirnir töldu að brotið hefði verið á sér. Þær hafa nú sent frá sér yfirlýsingar vegna opinberra ummæla Viðars Þorsteinssonar um sín mál í viðtali Stöðvar 2 sem birtist í heild sinni á Vísi í gær.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri segir í sinni yfirlýsingu að Viðar hafi neitt sig í veikindaleyfi og reynt að bola sér úr starfi. Hann saki fyrri forystumenn Eflingar um spillingu sem séu ósannindi. Í yfirlýsingunni kemur fram að þar gleymi Viðar vísvitandi að það hafi verið athugasemdir Kristjönu og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Staðreyndin sé sú að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi aldrei ljá máls á neinum samningum við starfsmenn. Tugmilljónakröfur sem þau segi að hafi komið fram frá starfsmönnum sé ekkert annað en áróður. Dapurlegt sé að stéttarfélagið Efling bjóði það eitt og sér fram í fjölmiðlum að reka starfsmenn í dýr og tímafrek málaferli. Forysta Eflingar hagi sér þannig eins og verstu skúrkar í atvinnurekenda stétt. Viðar og Sólveig fari með ósannindi um mál starfsmanna. Í Yfirlýsingu Elínar Hönnu Kjartansdóttur bókara Eflingar harmar hún málflutning og ásakanir Viðars Þorsteinssonar. Veikindi sín séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Hún lýsir furðu sinni á þeim ummælum framkvæmdastjórans að verið sé að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem séu langt umfram réttindi. Hún segist ekki eiga nógu sterk orð yfir það virðingarleysi sem formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafi sýnt starfsmönnum og félagsmönnum Eflingar með málflutningi sínum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingar þeirra í heild sinni.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga. 21. september 2019 19:30 Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45 Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga. 21. september 2019 19:30
Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45
Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00