Endalausar 17. júní ræður en stjórnvöld pínu áhugalaus Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Frá Vísindavöku Rannís síðastliðið haust. Stjórnvöld stefna að því að auka framlög til rannsókna og þróunar á næstu árum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira