Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á dögunum. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Sjá meira
Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Sjá meira