Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 10:07 Aldís Schram hefur nú kært Hörð Jóhannesson fyrir vottorð sem hann veitti Jóni Baldvin þess efnis að foreldrar Aldísar hafi aldrei kallað til lögreglu hennar vegna. Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52