Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 11:58 María Ressa rekur fréttasíðuna Rappler sem hefur verið gagnrýnin á blóðugt fíkniefnastríð Duterte forseta. Vísir/EPA Lögreglan á Flippseyjum handtók Maríu Ressa, forstjóra fréttavefsíðunnar Rappler, í dag. Vefsíðan hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rordrigo Duterte forseta og fullyrðir Ressa að ásakanir á hendur henni séu tilraunir hans til að þagga niður í vefsíðunni. Yfirvöld hafa ákært Ressa fyrir meinta glæpi eins og skattaundanskot og meiðyrði á netinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún var handtekin í höfuðstöðvum fjölmiðilsins í höfuðborginni Maníla. Fréttamenn Rappler streymdu handtökunni beint á Facebook og Twitter þar til lögreglumenn skipuðu þeim að hætta. Handtakan nú er sögð hafa verið gerð vegna fréttar miðilsins um meint tengsl athafnamanns við fyrrverandi dómara við hæstarétt landsins sem birtist í maí árið 2012. Ákæran er byggð á lögum um meiðyrði á netinu sem tók gildi í september það ár. Rappler hefur verið gagnrýnin á blóðugt stríð Duterte gegn fíkniefnum. Þúsundir manna hafa verið drepnir í forsetatíð hans. Lögreglan hefur verið sökuð um að taka glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Ressa var á meðal einstaklinga ársins hjá tímaritinu Time fyrir árið 2018 ásamt fleiri blaðamönnum víða um heim.The arrest warrant vs Maria Ressa is being served at the Rappler HQ now, an officer part of the serving party who introduced himself to be part of the NBI tried to prohibit me from taking videos — WHICH IS PART OF MY JOB pic.twitter.com/TElJzSjJer— Aika Rey (@reyaika) February 13, 2019 Filippseyjar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Lögreglan á Flippseyjum handtók Maríu Ressa, forstjóra fréttavefsíðunnar Rappler, í dag. Vefsíðan hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rordrigo Duterte forseta og fullyrðir Ressa að ásakanir á hendur henni séu tilraunir hans til að þagga niður í vefsíðunni. Yfirvöld hafa ákært Ressa fyrir meinta glæpi eins og skattaundanskot og meiðyrði á netinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún var handtekin í höfuðstöðvum fjölmiðilsins í höfuðborginni Maníla. Fréttamenn Rappler streymdu handtökunni beint á Facebook og Twitter þar til lögreglumenn skipuðu þeim að hætta. Handtakan nú er sögð hafa verið gerð vegna fréttar miðilsins um meint tengsl athafnamanns við fyrrverandi dómara við hæstarétt landsins sem birtist í maí árið 2012. Ákæran er byggð á lögum um meiðyrði á netinu sem tók gildi í september það ár. Rappler hefur verið gagnrýnin á blóðugt stríð Duterte gegn fíkniefnum. Þúsundir manna hafa verið drepnir í forsetatíð hans. Lögreglan hefur verið sökuð um að taka glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Ressa var á meðal einstaklinga ársins hjá tímaritinu Time fyrir árið 2018 ásamt fleiri blaðamönnum víða um heim.The arrest warrant vs Maria Ressa is being served at the Rappler HQ now, an officer part of the serving party who introduced himself to be part of the NBI tried to prohibit me from taking videos — WHICH IS PART OF MY JOB pic.twitter.com/TElJzSjJer— Aika Rey (@reyaika) February 13, 2019
Filippseyjar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08