Engin ein ákveðin einkenni hjá þeim sem stunda mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 12:29 Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá Lögreglunni á Suðurnesjum segir mikið um mansal hér á landi. Fréttablaðið/Ernir Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira
Mansal er mikið hér á landi að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki. Hún segir birtingamyndir mansals margvíslegar og því geti verið erfitt að þekkja einkenni þess. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. „Það er mikið um mansal hér á landi og um misnotkun á vinnuafli og fólki í krafti valds. Það er fullt af fólki sem kemur hingað í leit að betra lífi og er í viðkæmri stöðu þegar kemur að mansali,“ segir Alda. Alda segir marga stunda mansal og mikilvægt að eyða staðaímyndum þegar kemur að því. „Það eru engin ein ákveðin einkenni á þeim sem stunda mansal. Þetta er alls konar fólk, úr öllum geirum,“ segir Alda. Hún segir hins vegar oft meiri hættu á mansali í störfum þar sem skortur er á vinnuafli. „Það er til að mynda í þjónustugeiranum, byggingargeiranum, við þrif og í öðrum láglaunastörfum. Þarna eru áhættuhóparnir,“ segir hún. Einkenni mansal eru af ýmsum toga og útvíkka þurfi viðmið um það hér á landi. „Samkvæmt evrópskum stöðlum og skilgreiningum þá er mansal skilgreint í skipulagðri brotastarfsemi, betli, nauðungarvinnu og svo framvegis. Við þurfum að breyta og bæta viðmið hér á landi til samræmis við þetta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir.
Lögreglumál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira