Aðalfundur ÖBÍ: Katrín hefur tvö ár til að standa við orð sín Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 20:59 Frá aðalfundi ÖBÍ ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira