Aðalfundur ÖBÍ: Katrín hefur tvö ár til að standa við orð sín Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 20:59 Frá aðalfundi ÖBÍ ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi í dag. Þuríður Harpa var ein í framboði og var kjörin með lófataki. Á heimasíðu ÖBÍ segir að í þakkarræðu sinni sagði nýkjörinn formaður að framundan væri baráttan fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að eiga mannsæmandi líf. Þar væri mikilvægast að hækka verulega örorkulífeyrinn, sem væri nú um 70 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun. „Sú kjaragliðnun sem við neyðumst til að lifa með, í boði stjórnvalda, er algerlega óásættanleg,“ sagði Þuríður Harpa.Ný stjórn Örykjabandalagsins.ÖBÍBeðið eftir réttlæti Aðalfundargestir samþykktu jafnframt ályktun þar sem segir að enn eitt árið aukist gjáin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna. „Það er ömurlegt að við Íslendingar höfum ákveðið að sumum okkar skuli haldið í sárafátækt lífið á enda. Þó forsætisráðherra vilji ekki biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, bíður það enn. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins skorar á þjóðina að beita sér fyrir því að biðinni ljúki nú þegar. Það veit enginn hver þarf næst að reiða sig á smánarlegan örorkulífeyri,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í umræðu um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra [Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra] í september 2017 sagt að ekki eigi að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu. „Hún sagði ríkisstjórnina gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Katrín Jakobsdóttir hefur haft tvö ár til að standa við þessi orð sín. Fólk í fátækt bíður enn,“ segir í greinargerðinni með ályktun aðafundar ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira