Newcastle vann 1-0 sigur á Leicester í fyrsta leik helgarinnar er liðin mættust á King Power leikvanginum í kvöld. Fyrir leikinn hafði Leicester unnið fjóra leiki í röð.
Fyrsta og eina mark leiksins kom á 32. mínútu. Matt Ritchie fékk boltann á vinstri kantinum, þrumaði boltanum fyrir markið þar sem Ayoze Perez kom hlaupandi og flikkaði boltanum yfir Kasper Schmeichel í marki Leicester.
Leicester fékk gullið tækifæri til þess að jafna metin ellefu mínútum fyrir leikslok. Youri Tielemans gaf frábæran bolta inn á Jamie Vardy en skot Englendingsins yfir. 1-0 sigur Newcastle.
Leicester er áfram í sjöunda sætinu með 47 stig en geta dottið niður í tíunda sætið með óhagstæðum úrslitum um helgina. Newcastle er í þrettánda sætinu.
Newcastle stöðvaði Leicester
