Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 16:41 Ljóst er að dómurinn sem gekk í Landsrétti áðan reyndist Arnþrúði verulegt áfall og er nú svo komið að hennar mati að rekstur Útvarps Sögu er í óvissu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22