Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Hvalur hf. hefur aldrei staðið skil á veiðidagbókum fyrirtækisins til Fiskistofu. Fréttablaðið/Anton Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira