Atlanta United spilar á hinum nýja og glæsilega leikvangi Mercedes-Benz Stadium í Atlanta borg. Leikvangurinn var tekinn í notkun í ágúst 2017 og Atlanta United var stofnað fyrir aðeins þremur ár.
Þetta tímabil verður annað tímabil félagsins í MLS-deildinni og það er ljóst að félagið hefur þegar eignast marga stuðningsmenn. Það þarf ekki annað en að skoða mætinguna á Mercedes-Benz Stadium.
Þannig mættu yfir 72 þúsund manns á fyrsta heimaleik félagsins á leiktíðinni í nótt og það þrátt fyrir að Atlanta liðið hafi tapað 4-0 á útivelli í fyrsta leik.
Þetta var nýtt áhorfendamet á leik í MLS-deildinni og í raun í þriðja sinn sem Atlanta United bætir þetta met.
Stuðningsmenn Atlanta United tóku sig líka til og buðu upp á Víkingaklappið á leiknum í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
When you’re up 3-0. #ATLvDCpic.twitter.com/CmmeTZpKfX
— ESPN FC (@ESPNFC) March 11, 2018
Það breytir þó ekki því að Víkingaklappið er flott þegar það er tekið af 72 þúsund manns.
Atlanta United endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar í fyrra eftir 15 sigra (og 10 töp) í 34 leikjum. Liðið skoraði 30 mörkum fleira en mótherjarnir og var með yfir tvö mörk að meðaltali í leik. Atlanta United féll síðan út út fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir tap í vítakeppni.
Atlanta United spilar næsta heimaleik sinn á móti Vancouver Whitecaps 17. mars næstkomandi.