Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 16:40 Listhaug hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa frá því að hún birti færsluna umdeildu fyrir helgi. Vísir/EPA Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira