Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 16:40 Listhaug hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa frá því að hún birti færsluna umdeildu fyrir helgi. Vísir/EPA Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Sylvi Listhaug, dómsmálaráðherra Noregs, hefur valdið uppnámi í norskum stjórnmálum með því að saka Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs fyrir sjö árum. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Listhaug sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Verkamannaflokkurinn vildi að hægt yrði á áfrýja til dómstóla. „Verkamannaflokkurinn telur að réttindi hryðjuverkamanna mikilvægari en þjóðaröryggi landsins. Líkið og deilið,“ skrifaði Listhaug á Facebook-síðu sinni með mynd af grímuklæddu fólki í herklæðum, með svarta trefla og skotfæri á föstudag.Sögð reyna að toppa Trump í popúlisma Listhaug hefur hlotið harða gagnrýni fyrir færsluna. Erna Solberg, forsætisráðherra, segir Listhaug hafa gengið of langt í færslunni. Kjersti Stenseng, aðalritari Verkamannaflokksins, segir að Listhaug ætti að skammast sín, að því er kemur fram í frétt Reuters. Á meðal þeirra sem gagnrýna ráðherrann er Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, sem minnihlutastjórn Framfaraflokks Listhaug og Hægriflokks Solberg reiðir sig á til að verja sig falli. „Það rústar stjórnmálaumræðum í Noregi þegar þú sakar andstæðing um hluti sem þeir standa ekki fyrir. Sylvi Listhaug er að reyna að vera betri í popúlisma en Trump,“ segir Hareide. Alls féllu 69 manns, þar á meðal fjöldi ungmenna, í samkomu æskulýðshreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik mætti þangað þungvopnaður og hóf skothríð á fólkið 22. júlí árið 2011. Átta til viðbótar fórust í bílsprengju sem hann sprengdi í Ósló. Breivik tilheyrði eitt sinn Framfaraflokki Listhaug.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira