Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 02:17 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48