Hinir þrír bæjarfulltrúarnir falla í skaut Garðabæjarlistans, sem bauð í fyrsta sinn fram nú. Bæði Samfylkingin og Listi fólksins áttu einn fulltrúa í bæjarstjórn á kjörtímabilinu sem leið, en þeir flokkar buðu ekki fram að þessu sinni.
Það sama á við um Bjarta framtíð, sem náði tveimur mönnum inn í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn buðu báðir fram í Garðabæ en náðu engum manni inn.

Ný bæjarstjórn lítur svona út:
1 D Áslaug Hulda Jónsdóttir
2 D Sigríður Hulda Jónsdóttir
3 G Sara Dögg Svanhildardóttir
4 D Sigurður Guðmundsson
5 D Gunnar Valur Gíslason
6 G Ingvar Arnarson
7 D Jóna Sæmundsdóttir
8 D Almar Guðmundsson
9 G Harpa Þorsteinsdóttir
10 D Björg Fenger
11 D Gunnar Einarsson