Kjörsóknin langminnst í Reykjanesbæ Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 10:43 Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15