Jón Kristinn er vanur sjósundi en hann hefur meðal annars synt Drangeyjarsund og frá Vestmannaeyjum til Landeyjarsands.
Ermarsundið í beinni sjólínu er 34 kílómetrar, en vegna strauma eru vanalega um það bil 50-60 kílómetrar syntir.
Með Jóni í för eru Ermarsundsfararnir Benedikt Hjartarson og Sigrún Þ. Geirsdóttir. Einnig eru þeir Jóhanness Jónsson og Arnar Þór Egilsson honum til aðstoðar.
Þegar Vísir heyrði í Jóhannesi um klukkan níu í morgun var Jón búinn að synda 17 kílómetra.
Vanalega hafa sundkappar verið að synda Ermarsundið á um það bil 14-18 klukkustundum.
Erfitt er að áætla hvenær Jón mun koma í mark vegna strauma og fleiri þátta sem eiga eftir að koma í ljós.
Jón Kristinn ræddi við Bítið í vikunni, hér má hlusta á það.
