Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2018 00:04 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam. Instagram @haffilogi Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00