Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 08:30 Fyrirliðinn er kominn aftur. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira