Lokatölur úr íbúakosningunum í Árborg hafa nú verið birtar og eru niðurstöðurnar nokkuð afgerandi.
Kjörsókn var tæp 55%, alls voru 6631 á kjörskrá og af þeim kusu 3640. Á kjörseðlinum voru tvær spurningar, þær voru.
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?“
Atkvæðin skiptust þannig að við fyrri spurningunni voru hlynntir 2130 eða 58%, andvígir voru 1425 eða 39% og auðir seðlar og ógildir voru 85.
Við seinni spurningunni sögðust 2034 eða 56% vera hlynntir 1434 andvígir sem jafngildir 39% og auðir og ógildir seðlar voru 172.

