Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Gissur Sigurðsson skrifar 24. september 2018 13:03 Hægt verður að skrá sig í áskrift á netinu. Fréttablaðið/Auðunn Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira