Lögreglan í Taos sýslu í Nýju Mexíkó hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að líkamsleifar ungs drengs hafi fundist við byrgi sem ellefu sársvöngum börnum var bjargað úr í gær. AP greinir frá.
Lögreglan hafði fylgst með byrginu í lengri tíma vegna gruns um að þar dveldi þriggja ára gamall sonur Sirah Wahhaj sem hann hafði rænt frá móður sinni í Georgíufylki.
Eftir að ábending barst um bág kjör barna í byrginu hófst aðgerð lögreglunnar og börnin ellefu fundust, sonur Wahhaj var ekki eitt þeirra.
Börnin eru á aldursbili eins árs til fimmtán ára gömul og höfðu ekki fengið að borða í lengri tíma. Byrginu stýrðu þeir Lucas Morton og Sirah Wahhaj og þótti lögreglu augljóst að börnin sem og þrjár konur sem dvöldu í byrginu sem talið er að séu mæður barnanna hafi verið heilaþvegin og óttist mennina mjög.
Líkamsleifar barns fundust við byrgið

Tengdar fréttir

11 banhungruðum börnum bjargað úr byrgi í Bandaríkjunum
Lögreglan í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum lét til skarar skríða á byrgi í sveitum ríkisins og bjargaði þar 11 börnum.