Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 10:13 Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook Norsk og dönsk lögregluyfirvöld hafa nú til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á annarri norrænu kvennanna sem fundust myrtar í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgun. Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.Sjá einnig: Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Vegfarandi gekk fram á lík Marenar Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. Áverkar eftir eggvopn fundust á hálsi þeirra. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreift á samfélagsmiðlum Greint var frá því í gær að myndband, sem talið er sýna morðið á a.m.k. annarri konunni, hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur staðfesti á blaðamannafundi í morgun að lögregla í Danmörku hefði myndbandið til rannsóknar. Hvorki uppruni þess né lögmæti hafa þó fengist staðfest. Norska öryggislögreglan Kripos hefur einnig rannsakað myndbandið, að því er fram kemur í frétt norska miðilsins TV2.Lars Løkke á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í morgun.AP/Philip DavaliLøkke sagði morðin á ungu konunum tveimur jafnframt „grimmileg“ og sagði dönsk yfirvöld taka málið afar alvarlega. Þá starfi danska lögreglan náið með yfirvöldum í Marokkó.Þrír handteknir til viðbótar Lögregla í Marokkó handtók í morgun þrjá menn til viðbótar í tengslum við málið, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Lögregla birti í gær myndir af þremur eftirlýstum mönnum vegna morðanna en ekki er ljóst hvort þremenningarnir séu þeir sömu og handteknir voru í dag. Áður höfðu þrír menn verið handteknir í tengslum við málið en aðeins einn þeirra er enn í haldi lögreglu. Í gær var greint frá því að morðin á Maren og Louisu beri þess öll merki að vera hryðjuverk, og séu skilgreind sem slíkt. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökum. Afríka Danmörk Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Norsk og dönsk lögregluyfirvöld hafa nú til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á annarri norrænu kvennanna sem fundust myrtar í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgun. Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.Sjá einnig: Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Vegfarandi gekk fram á lík Marenar Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. Áverkar eftir eggvopn fundust á hálsi þeirra. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreift á samfélagsmiðlum Greint var frá því í gær að myndband, sem talið er sýna morðið á a.m.k. annarri konunni, hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur staðfesti á blaðamannafundi í morgun að lögregla í Danmörku hefði myndbandið til rannsóknar. Hvorki uppruni þess né lögmæti hafa þó fengist staðfest. Norska öryggislögreglan Kripos hefur einnig rannsakað myndbandið, að því er fram kemur í frétt norska miðilsins TV2.Lars Løkke á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í morgun.AP/Philip DavaliLøkke sagði morðin á ungu konunum tveimur jafnframt „grimmileg“ og sagði dönsk yfirvöld taka málið afar alvarlega. Þá starfi danska lögreglan náið með yfirvöldum í Marokkó.Þrír handteknir til viðbótar Lögregla í Marokkó handtók í morgun þrjá menn til viðbótar í tengslum við málið, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Lögregla birti í gær myndir af þremur eftirlýstum mönnum vegna morðanna en ekki er ljóst hvort þremenningarnir séu þeir sömu og handteknir voru í dag. Áður höfðu þrír menn verið handteknir í tengslum við málið en aðeins einn þeirra er enn í haldi lögreglu. Í gær var greint frá því að morðin á Maren og Louisu beri þess öll merki að vera hryðjuverk, og séu skilgreind sem slíkt. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökum.
Afríka Danmörk Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30
Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20