Neymar ekki lengur einn af tíu bestu fótboltamönnum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 16:00 Neymar fagnar Meistaradeildarmarki á móti PSG. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur fallið niður metorðastigann á árinu 2018 ef marka má val Guardian á hundrað bestu knattspyrnumönnum heims. Guardian notar síðustu dagana fyrir jól til að telja niður og í dag birtu þeir þá sem skipa sæti 11. til 20. á listanum. Þar kom í ljós Neymar nær ekki inn á topp tíu því hann er í 11. sætinu á undan Raphaël Varane, miðverði Real Madrid. Neymar fellur niður um átta sæti á listanum því hann var þriðji í valinu 2017 og í 5. sæti árið 2016. Neymar var þriðji á 2015-listanum og í 7. sæti á 2014-listanum. Síðast komst Neymar ekki inn á topp tíu fyrir sex árum en hann var í 13. sæti á listanum fyrir árið 2012.Neymar falls outside the top 10 for the first time. The 100 best male footballers in the world 2018: Nos 100-11 https://t.co/t1k3wBC93Fpic.twitter.com/VgDV4hNwBb — Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2018Neymar spilar með franska stórliðinu Paris St-Germain og er með 16 mörk og 8 stoðsendingar í 19 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Ekki slæm tölfræði þar á ferðinni ekki síst þar sem hann er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Neymar fékk aftur á móti mestu gagnrýnina í ár fyrir framkomu sína á HM í Rússlandi þar sem hann lá hvað eftir annað emjandi í grasinu hvort sem menn komu mikið við hann eða ekki. Neymar var með 2 mörk og 2 stoðsendingar í fimm leikjum á HM en Brasilíska liðið datt út fyrir Belgíu í átta liða úrslitin keppninnar. Belgía vann leikinn 2-1 og Neymar náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknum.Leikmenn í 11. til 20. sæti á lista Guardian: (Allan listann má finna hér) 11. sæti - Neymar, Paris St-Germain 12. sæti - Raphaël Varane, Real Madrid 13. sæti - Ivan Rakitic, Barcelona 14. sæti - Luis Suárez, Barcelona 15. sæti - Sergio Agüero, Manchester City 16. sæti - Paul Pogba, Manchester United 17. sæti - Sergio Ramos, Real Madrid 18. sæti - Marcelo, Real Madrid 19. sæti - Sadio Mané, Liverpool 20. sæti - David Silva, Manchester City Fótbolti Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur fallið niður metorðastigann á árinu 2018 ef marka má val Guardian á hundrað bestu knattspyrnumönnum heims. Guardian notar síðustu dagana fyrir jól til að telja niður og í dag birtu þeir þá sem skipa sæti 11. til 20. á listanum. Þar kom í ljós Neymar nær ekki inn á topp tíu því hann er í 11. sætinu á undan Raphaël Varane, miðverði Real Madrid. Neymar fellur niður um átta sæti á listanum því hann var þriðji í valinu 2017 og í 5. sæti árið 2016. Neymar var þriðji á 2015-listanum og í 7. sæti á 2014-listanum. Síðast komst Neymar ekki inn á topp tíu fyrir sex árum en hann var í 13. sæti á listanum fyrir árið 2012.Neymar falls outside the top 10 for the first time. The 100 best male footballers in the world 2018: Nos 100-11 https://t.co/t1k3wBC93Fpic.twitter.com/VgDV4hNwBb — Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2018Neymar spilar með franska stórliðinu Paris St-Germain og er með 16 mörk og 8 stoðsendingar í 19 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Ekki slæm tölfræði þar á ferðinni ekki síst þar sem hann er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Neymar fékk aftur á móti mestu gagnrýnina í ár fyrir framkomu sína á HM í Rússlandi þar sem hann lá hvað eftir annað emjandi í grasinu hvort sem menn komu mikið við hann eða ekki. Neymar var með 2 mörk og 2 stoðsendingar í fimm leikjum á HM en Brasilíska liðið datt út fyrir Belgíu í átta liða úrslitin keppninnar. Belgía vann leikinn 2-1 og Neymar náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknum.Leikmenn í 11. til 20. sæti á lista Guardian: (Allan listann má finna hér) 11. sæti - Neymar, Paris St-Germain 12. sæti - Raphaël Varane, Real Madrid 13. sæti - Ivan Rakitic, Barcelona 14. sæti - Luis Suárez, Barcelona 15. sæti - Sergio Agüero, Manchester City 16. sæti - Paul Pogba, Manchester United 17. sæti - Sergio Ramos, Real Madrid 18. sæti - Marcelo, Real Madrid 19. sæti - Sadio Mané, Liverpool 20. sæti - David Silva, Manchester City
Fótbolti Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira