Embætti biskups bótaskylt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 18:47 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira