Ástandið grafalvarlegt í Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2018 06:45 Heilbrigðisstarfsfólk að störfum í Bunia í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira