Kona sem varð fyrir kynferðislegri áreitni á leik hjá þýska liðinu Schalke um síðustu helgi fékk ekki góðar móttökur er hún kvartaði við vallarstarfsmenn.
Þá sögðu vallarstarfsmennirnir henni að fara heim og horfa á leikinn í sjónvarpinu ef hún höndlaði ekki smá áreitni.
Konan segir karlmenn fyrir aftan sig hafa verið að þukla á sér meðan á leik stóð og einn reyndi að losa um brjóstahaldarann hennar.
Hún lét ekki bjóða sér þetta og hefur kært mennina fyrir áreitni. Talsmaður Schalke segir að félagið taki þetta mál mjög alvarlega og sé að rannsaka það.
Sagt að horfa á leikinn í sjónvarpinu ef hún þoldi ekki smá áreitni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





„Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“
Fótbolti




Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Íslenski boltinn

Norsk handboltastjarna með krabbamein
Handbolti