Helgi Mikael verður FIFA-dómari á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 16:00 Helgi Mikael Jónasson í leik í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Vísir/Daníel Tvær breytingar verða á íslenska FIFA-dómara listanum á næsta ári en þetta kemur fram í fundagerð Dómaranefndar KSÍ sem var birt inn á heimasíðu sambandsins. Það er mat dómaranefndar að frammistaðan hjá dómurunum síðasta sumar hafi heilt yfir verið góð. Margir dómarar dæmdu í deild ofar en þeir höfðu áður gert og fórst það vel úr hendi. Í fundagerðinni er einnig farið yfir stöðuna í landsdómarahópnum og FIFA listann fyrir árið 2019. Það eru að verða breytingar á dómarahópnum á næsta ári. Átta landsdómarar luku ekki síðsumarsþolprófi í ár en auk þess hafa meiðsli og sumarfrí orðið þess valdandi að mönnun leikja var þung seinni parts ágústs og fram í miðjan september. Það er líka ljóst að einhver breyting verður á landsdómaralistanum í vor. Það stefnir í að fimmi landsdómarar munu hætta. Nýir landsdómar sem verða teknir inn í þeirra stað verða að hafa staðist þrekpróf auk þess að þeir verða skoðaðir í leikjum. Sú breyting verður á FIFA listanum að Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson munu hætta að dæma eftir þetta tímabil. Helgi Mikael Jónasson dómari og Gylfi Tryggvason aðstoðardómari munu taka þeirra sæti á FIFA listanum. FIFA listinn þarf að vera klár í júní á næsta ári en ekki í lok september eins og verið hefur. FIFA-dómararnir fyrir árið 2019 verða því auk Helga Mikaels þeir Bríet Bragadóttir, Ívar Orri Kristjánsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Þorvaldur Árnason. Helgi Mikael Jónasson er fæddur í október 1993 og er því nýorðinn 25 ára. Hann hefur dæmt í Pepsi-deild karla undanfarin þrjú tímabil og samtals 35 leiki. Hann hefur dæmt fleiri leiki á hverju ári og dæmdi 16 leiki í 22 umferðum síðasta sumar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Tvær breytingar verða á íslenska FIFA-dómara listanum á næsta ári en þetta kemur fram í fundagerð Dómaranefndar KSÍ sem var birt inn á heimasíðu sambandsins. Það er mat dómaranefndar að frammistaðan hjá dómurunum síðasta sumar hafi heilt yfir verið góð. Margir dómarar dæmdu í deild ofar en þeir höfðu áður gert og fórst það vel úr hendi. Í fundagerðinni er einnig farið yfir stöðuna í landsdómarahópnum og FIFA listann fyrir árið 2019. Það eru að verða breytingar á dómarahópnum á næsta ári. Átta landsdómarar luku ekki síðsumarsþolprófi í ár en auk þess hafa meiðsli og sumarfrí orðið þess valdandi að mönnun leikja var þung seinni parts ágústs og fram í miðjan september. Það er líka ljóst að einhver breyting verður á landsdómaralistanum í vor. Það stefnir í að fimmi landsdómarar munu hætta. Nýir landsdómar sem verða teknir inn í þeirra stað verða að hafa staðist þrekpróf auk þess að þeir verða skoðaðir í leikjum. Sú breyting verður á FIFA listanum að Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson munu hætta að dæma eftir þetta tímabil. Helgi Mikael Jónasson dómari og Gylfi Tryggvason aðstoðardómari munu taka þeirra sæti á FIFA listanum. FIFA listinn þarf að vera klár í júní á næsta ári en ekki í lok september eins og verið hefur. FIFA-dómararnir fyrir árið 2019 verða því auk Helga Mikaels þeir Bríet Bragadóttir, Ívar Orri Kristjánsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Þorvaldur Árnason. Helgi Mikael Jónasson er fæddur í október 1993 og er því nýorðinn 25 ára. Hann hefur dæmt í Pepsi-deild karla undanfarin þrjú tímabil og samtals 35 leiki. Hann hefur dæmt fleiri leiki á hverju ári og dæmdi 16 leiki í 22 umferðum síðasta sumar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira