Bílvelta átti sér stað rétt ofan við Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands slasaðist enginn í þessu óhappi og var ekki óskað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna.
Bílvelta við Hveradalabrekku
Birgir Olgeirsson skrifar
