Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2018 10:26 Íslenskir stangveiðimenn eru orðnir óþreyjufullir en þeir ætla að hittast á mikilli sýningu nú í vikunni. matt harris Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira