Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2018 10:26 Íslenskir stangveiðimenn eru orðnir óþreyjufullir en þeir ætla að hittast á mikilli sýningu nú í vikunni. matt harris Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira