Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2018 10:26 Íslenskir stangveiðimenn eru orðnir óþreyjufullir en þeir ætla að hittast á mikilli sýningu nú í vikunni. matt harris Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira