Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH SAR skrifar 3. júlí 2018 06:00 Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu. Vísir/rakel „Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
„Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00