Safna fé til að flytja lík nepalskrar konu til fjölskyldu sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 12:37 Nichole Leigh Mosty Vísir/Eyþór Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral MeToo Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral
MeToo Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira