Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 13:04 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“ Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“
Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46