Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:30 Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís. Heilbrigðismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís.
Heilbrigðismál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira