Króatíski framherjinn Hrvoje Tokić hefur samið við Inkasso-deildar lið Selfoss um að leika með liðinu næstu tvö árin. Tokic kemur til Selfyssinga eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Pepsi-deildar liði Breiðabliks á dögunum.
Tokic gerir samning út næstu leiktíð hjá Selfossi en hann byrjar ekki að leika með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15.júlí næstkomandi.
Þessi 27 ára gamli Króati kom fyrst í íslenska boltann sumarið 2015 þegar hann sló í gegn með Víkingi Ó. Hann var með algjörlega frábæra tölfræði hjá Ólafsvíkurliðinu þar sem hann skoraði 21 mark í 29 leikjum.
Í kjölfarið samdi hann við Breiðablik fyrir tímabilið 2017 og hefur hann skorað 11 mörk í 33 leikjum fyrir Kópavogsliðið.
Selfoss er í níunda sæti Inkasso-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki.
Færir sig úr Kópavogi á Selfoss

Tengdar fréttir

Dani á reynslu hjá Blikum en Tokic á förum
Hrvoje Tokic er líklega á förum frá Breiðablik en þetta staðfestir heimasíða félagsins nú í kvöld. Danskur sóknarmaður er á reynslu hjá félaginu.