Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 19:46 Lögregla hafði mikinn viðbúnað í kringum skrifstofur Capital Gazette eftir að tilkynning barst um árásina. Vísir/AP Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira