Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 19:46 Lögregla hafði mikinn viðbúnað í kringum skrifstofur Capital Gazette eftir að tilkynning barst um árásina. Vísir/AP Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að vopnaður maður hafi skotið nokkra til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki. Byssumaðurinn hafi verið tekinn höndum. Reuters-fréttastofan segir að fimm manns að minnsta kosti séu látnir og nokkrir aðrir séu særðir. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu í Anne Arundel-sýslu. Verið er að yfirheyra manninn. Reuters hefur eftir CBS-sjónvarpsstöðinni að árásarmaðurinn sé á þrítugsaldri og hann hafi verið skilríkjalaus. Hann hafi notað haglabyssu við árásina. Annapolis er höfuðborg Maryland-ríkis, um fimmtíu kílómetrum austan við Washington-borg. Capital Gazette er í eigu dagblaðsins Baltimore Sun. Reuters-fréttastofan segir að skrifstofur Baltimore Sun hafi einnig verið rýmdar í öryggisskyni. Enn sem komið er telji lögreglan að um staðbundið atvik sé að ræða sem tengist ekki hryðjuverkum. Lögreglan í New York jók öryggisgæslu við fjölmiðla þar í borg í öryggisskyni eftir árásina sömuleiðis.Massive police response to shooting in my newsroom in Annapolis. @capgaznews pic.twitter.com/M1Bjwa0mMh— Joshua McKerrow (@joshuamckerrow) June 28, 2018 Blaðamaður Capital Gazette sagði á Twitter að byssumaðurinn hafi skotið í gegnum glerhurð á skrifstofunni og skotið á nokkra starfsmenn. Útlitið væri slæmt.Gunman shot through the glass door to the office and opened fire on multiple employees. Can't say much more and don't want to declare anyone dead, but it's bad.— Phil Davis (@PhilDavis_CG) June 28, 2018 AP-fréttastofan segir að Donald Trump forseti hafi fengið upplýsingar um árásina. Talskona Hvíta hússins sagði fréttamönnum að þeir sem urðu fyrir árásinni væru í hugsunum og bænum Hvíta hússins. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram. Hann hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Trump tísti um árásina í kvöld þar sem hann endurtók að fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra væru í hugsunum hans og bænum. Þakkaði hann viðbragðsaðilum sem væru enn á staðnum.Prior to departing Wisconsin, I was briefed on the shooting at Capital Gazette in Annapolis, Maryland. My thoughts and prayers are with the victims and their families. Thank you to all of the First Responders who are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2018
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira