Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2018 20:00 Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun
Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent