Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2018 21:45 Þjófafoss í síðustu viku. Hekla í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent