Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2018 21:45 Þjófafoss í síðustu viku. Hekla í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. Bæði lengist sá tími ársins sem þeir verða alveg vatnslausir og meðalrennsli yfir sumarið minnkar um þrjá fjórðu. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þjófafoss er við suðvesturrætur Búrfells en sagan segir að hann taki nafn sitt af því að þjófum hafi verið kastað í fossinn. Um fimm kílómetrum ofar í Þjórsá er fossinn Tröllkonuhlaup en nafni hans fylgir sú þjóðsaga að tröllkona í Búrfelli hafi kastað þar út klettum til að komast þurrum fótum yfir ána.Tröllkonuhlaup er austan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þótt Búrfellsvirkjun, sem formlega var gangsett árið 1970, hafi skert rennsli verulega um fossana héldu þeir áfram að hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, enda hefur umtalsvert vatnsmagn þá runnið á yfirfalli við Ísakot og niður farveg Þjórsár og þar með um fossana. Þetta hafa verið allt að 120 rúmmetrar á sekúndu, en að meðaltali 49 rúmmetrar á sekúndu á sumrin, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Stíflumannvirkin við Ísakot í síðustu viku. Héðan er meginhluta Þjórsár stýrt til Búrfellsvirkjunar um Bjarnalón til vinstri. Það vatn sem virkjunin nýtir ekki fer á yfirfallinu niður í farveg Þjórsár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mikla framhjárennsli reiknast í orku vera 420 gígavattsstundir og það á nú að beisla að stórum hluta í Búrfellsvirkjun tvö. Næstkomandi fimmtudag mun forseti Íslands leggja hornstein að virkjuninni og fjármálaráðherra gangsetja hana. En hvað verður þá um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup? Mun nýja stöðin þurrka þá endanlega upp? „Okkur er annt um það að þessir fossar fái að vera þar sem þeir eru. Það mun vissulega minnka rennsli í þeim,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar yfir framkvæmdunum við Búrfell 2.Ásbjörg Kristinsdóttir, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Búrfell 2.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fossarnir hafa raunar í nærri hálfa öld verið að mestu vatnslausir frá byrjun septembermánaðar og fram í miðjan apríl en virkjunin hefur gleypt mestallt rennslið yfir vetrartímann. „Það hefur alltaf verið á vetrum nýtt alveg hundrað prósent,“ segir Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Landsvirkjun áætlar að með Búrfellsstöð tvö lengist það tímabil sem fossarnir verða vatnslausir um einn mánuð, eða fram í miðjan maí, en áfram verði vatn á þeim yfir sumarið, nema í mestu þurrkaárum.Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við eigum náttúrlega von á því að það verði vatn á því, svona meirihlutann af sumrinu, vegna þess að það er meira vatnsmagn á ferðinni heldur en við ráðum við,“ segir Georg. Meðalrennslið um fossana mun þó skerðast verulega, eða úr 49 rúmmetrum á sekúndu niður í ellefu rúmmetra á sekúndu á sumrin. -Þannig að menn munu áfram geta séð Tröllkonuhlaupið og Þjófafossinn? „Já, ég reikna með því að það verði áfram hægt að sjá það.“ -En þó ekki alveg jafn tilkomumikil og áður? „Það er eftir því á hvaða tímum við komum að því. En vissulega erum við nýta meginhlutann af vatnsmagninu til orkuvinnslu,“ svarar stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Stórhættulegt að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45