Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Sveinn Arnarsson skrifar 30. október 2018 07:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15
Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51