Fjárhagslegur ávinningur af sólarskoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2018 20:30 Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira