Fjárhagslegur ávinningur af sólarskoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2018 20:30 Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira