Fjárhagslegur ávinningur af sólarskoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2018 20:30 Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira