Mikið tjón í bruna í fiskeldi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2018 04:00 Frá vettvangi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi voru sendir á staðinn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00