Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 17:52 Trunp hefur ítrekað vikið sér undan því að gagnrýna Pútín eða Rússland. Í fyrra sagðist hann trúa Pútín þegar hann segði að Rússar hafi ekki reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.
Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent